Portúgalinn Rúben Amorim gæti óvænt orðið knattspyrnustjóri Manchester United eftir leiktíðina. Amorim hefur gert góða hluti með Sporting í heimalandinu og vakið verðskuldaða athygli.
Amorim, sem er aðeins 36 ára, gerði Sporting að portúgölskum meistara á síðustu leiktíð en titillinn var sá fyrsti í 19 ár hjá félaginu.
United þarf að greiða Sporting um 30 milljónir evra til að kaupa upp samning hans við portúgalska félagið.
Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, lykilmenn hjá United, léku báðir með Sporting á sínum yngri árum og samkvæmt íþróttafréttamanninum Jorge Nicola ku þeir vera spenntir að fá landa sinn til Manchester.