Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa og fyrrverandi fyrirliði Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann verður því ekki á hliðarlínunni er Villa mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Villa hefur leikið vel síðan Gerrard var ráðinn til starfa og unnið fjóra af sex leikjum sínum eftir taphrinu áður en hann tók við. Villa á einnig leik á þriðjudag gegn Leeds en óvíst er hvort verður af honum vegna kórónuveirusmita í herbúðum Leeds.
Villa er sem stendur í 19. sæti deildarinnar með 22 stig.