Enski knattspyrnumaðurinn Lewis Baker átti að vera í byrjunarliði Chelsea gegn Brentford í enska deildabikarnum í vikunni. Miðjumaðurinn varð hins vegar að draga sig úr leikmannahópnum þar sem hann greindist með kórónuveiruna.
Baker hefur verið samningsbundinn Chelsea frá árinu 2014 en hann lék sinn fyrsta og eina leik fyrir félagið í janúar sama ár. Síðan þá hefur hann verið að láni hjá félögum á borð við Sheffield Wednesday, MK Dons, Middlesbrough, Leeds, Reading, Trabzonspor og Düsseldorf.
Átti miðjumaðurinn því að fá vægast sagt langþráð tækifæri með aðalliði Chelsea, tæpum átta árum eftir fyrsta og eina leikinn, þangað til hann greindist smitaður.