Leik Arsenal og Wolves sem átti að fara fram á þriðjudaginn kemur hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Wolves.
Þá voru þrír leikmenn Arsenal ekki með liðinu gegn Norwich í dag vegna smita en þeir Tekehiro Tomiyasu, Cédric Soares og Ainsley Maitland-Niles smituðust allir í vikunni.
Fyrr í dag var staðfest að leikur Aston Villa og Leeds sama dag væri frestað vegna forfalla hjá Leeds.
Enn eru fjórir leikir á dagskrá á þriðjudag en þeir eru eftirfarandi:
15:00 Crystal Palace – Wolves
15:00 Southampton – Tottenham
15:00 Watford – West Ham
20:00 Leicester – Liverpool