Grindvíkingurinn fékk langþráð tækifæri

Daníel Leó Grétarsson fékk loksins að spila í ensku B-deildinni.
Daníel Leó Grétarsson fékk loksins að spila í ensku B-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blackpool þurfti að sætta sig við 2:3-tap á útivelli gegn Huddersfield í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Aðeins tveir leikir fóru fram í deildinni í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en tíu leikir voru á dagskrá.

Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Blackpool og var allan tímann í hjarta varnarinnar. Hann var að spila sinn fyrsta leik í B-deildinni og fyrsta deildarleik sinn á tímabilinu. Daníel átti þátt í að Blackpool vann sér sæti í deildinni á síðustu leiktíð er hann lék 12 leiki í C-deildinni. 

Grindvíkingurinn hefur verið að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu að undanförnu. Því miður fyrir Daníel og félaga fékk Jordan Lawrence-Gabriel rautt spjald á 61. mínútu í stöðunni 2:1 fyrir Blackpool. Huddersfield nýtti sér liðsmuninn og skoraði tvö mörk í lokin.

Blackpool er í 13. sæti deildarinnar með 30 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert