Brighton vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 19. september er liðið vann sanngjarnan 2:0-heimasigur á Brentford í kvöld.
Brighton var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Belginn Leonardo Trossand kom liðinu yfir á 34. mínútu er hann lyfti boltanum glæsilega yfir Álvaro Fernández í marki Brentford.
Átta mínútum síðar bætti Neal Maupay, fyrrverandi leikmaður Brentford, við öðru markinu með glæsilegu skoti upp í samskeytin. Brighton slakaði verulega á í seinni hálfleik en Brentford gekk illa að skapa sér góð færi.
Brighton er nú í núunda sæti með 23 stig og Brentford í 13. sæti með 20.