Mörkin: Eitraður vinstri fótur Saka

Bukayo Saka átti afar góðan leik fyrir Arsenal í 5:0-stórsigrinum á útivelli gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Saka skoraði tvö falleg mörk með skotum með vinstri fæti. Kieran Tierney, Alexandre Lacazette og Emile Smith-Rowe skoruðu einnig.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert