Leonardo Trossard og Neal Maupay sáu um að gera mörk Brighton í 2:0-heimasigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Trossard lyfti glæsilega yfir Álvaro Fernández í marki Brentford á 34. mínútu og Neal Maupay skoraði með fallegu skoti upp í samskeytin átta mínútum síðar.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.