Romelu Lukaku þurfti aðeins einn hálfleik til að sýna hversu öflugur hann er því Belginn skoraði eitt mark og náði í vítaspyrnu á 45 mínútum í 3:1-sigri Chelsea á útivelli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Villa komst yfir í fyrri hálfleik en Chelsea vann að lokum eftir að Jorginho skoraði úr tveimur vítaspyrnum og Lukaku skallaði í netið.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.