Englandsmeistarar Manchester City voru í miklu stuði er þeir mættu Leicester á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag því lokatölur urðu 6:3.
Raheem Sterling gerði tvö mörk fyrir City og þeir Kevin De Bruyne, Riyad Mahrez, Ilkay Gundogan og Aymeric Laporte komust einnig á blað.
Markaveisluna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.