Manchester City fær í dag tækifæri til að ná sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en sex leikir fara fram í deildinni á þessum öðrum degi jóla.
Þremur hefur þegar verið frestað þar sem nokkur lið ná ekki að tefla fram þrettán leikfærum mönnum vegna kórónuveirusmita og meiðsla. Liverpool mætir ekki Leeds, Wolves mætir ekki Watford og Burnley mætir ekki Everton.
Manchester City á heimaleik gegn Leicester og getur því aukið forskot sitt á Liverpool á toppi deildarinnar úr þremur stigum í sex. City er með 44 stig, Liverpool 41 og Chelsea 38. Chelsea á útileik gegn Aston Villa en Villa verður án stjórans, Stevens Gerrards, sem er í einangrun þar sem hann greindist með kórónuveiruna.
Leikirnir sex í dag eru þessir:
15.00 Manchester City – Leicester
15.00 Norwich – Arsenal
15.00 Tottenham – Crystal Palace
15.00 West Ham – Southampton
17.30 Aston Villa – Chelsea
20.00 Brighton – Brentford
Á mánudagskvöld leikur síðan Newcastle við Manchester United.