Snýr loks aftur þremur mánuðum síðar

Danny Welbeck verður í leikmannahópi Brighton í kvöld.
Danny Welbeck verður í leikmannahópi Brighton í kvöld. AFP

Danny Welbeck, framherji Brighton & Hove Albion, mun snúa aftur í leikmannahóp liðsins þegar liðið fær Brentford í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Welbeck hefur lítið spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst illa aftan á læri í deildarleik gegn Crystal Palace 27. september síðastliðinn.

Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton, hefur hins vegar staðfest að Welbeck snúi aftur, þremur mánuðum síðar, í kvöld.

Er hann afar ánægður með það, en Brighton hefur ekki tekist að vinna neinn af þeim tíu leikjum sem Welbeck hefur misst af.

„Danny spilaði gegn Leicester og meiddist svo gegn Crystal Palace. Fjarvera hans hefur haldist í hendur við þá leiki sem við höfum ekki unnið.

Stundum þarftu á leikmanni að halda sem getur gert gæfumuninn og Danny Welbeck er leikmaður sem er fær um það, það er svo einfalt,“ sagði Potter á blaðamannafundi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert