Tottenham tekur á móti Crystal Palace í Lundúnaslag í nítjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Tottenham-leikvanginum í Norður-London klukkan 15.00 og leikurinn er sýndur beint hér á mbl.is.
Útsendingin hefst kl. 14.30 með upphitun fyrir leikinn á Símanum Sport og er á sérvefnum Enski boltinn. Flautað er til leiks klukkan 15.00.
Tottenham er í sjöunda sæti deildarinnar með 26 stig eftir aðeins 15 leiki en Crystal Palace er í 11. sæti með 20 stig eftir 17 leiki.