Terry að snúa aftur til Chelsea

John Terry er goðsögn hjá Chelsea.
John Terry er goðsögn hjá Chelsea. AFP

John Terry, goðsögn hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea, er á leiðinni til félagsins á ný en hann mun aðstoða við þjálfun yngri liða félagsins.

Terry, sem er 41 árs, lék með Chelsea frá 1998 til 2017 og varð enskur meistari fimm sinnum með liðinu, bikarmeistari fimm sinnum og Evrópumeistari einu sinni. Þá lék hann 78 landsleiki fyrir England.

Eftir að miðvörðurinn fyrrverandi lagði skóna á hilluna hefur hann m.a. verið í þjálfarateymi Aston Villa en hann lék með Villa í eitt tímabil í lok ferilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert