Tómas Þór Þórðarson og félagar hans á Vellinum hjá Símanum Sport voru ekki í vandræðum með að velja besta leikmanninn í fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.
Mohamed Salah varð fyrir valinu en hann hefur skorað 15 mörk fyrir Liverpool og er langmarkahæstur í deildinni, fimm mörkum á undan samherja sínum Diogo Jota.
„Það þarf ekkert að ræða það, hann var svo langbestur,“ sagði Gylfi Einarsson er hann, Tómas og Bjarni Þór Viðarsson fóru yfir málin í þættinum.
Umræður um Salah og nokkur vel valin mörk hans má sjá í myndskeiðinu.