Arsenal og Wolves áttu að mætast í fyrsta leik morgundagsins í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í hádeginu, en þeim leik hefur nú verið frestað.
Mörg kórónuveirusmit eru í leikmannahópi Wolves og félagið nær ekki að stilla upp liði á morgun. Þar með er búið að fresta tveimur leikjum af þeim sex sem upphaflega voru á dagskrá morgundagsins í deildinni en áður hafði viðureign Leeds og Aston Villa verið frestað.