Varamaðurinn Edinson Cavani kom Manchester United til bjargar í 1:1-jafnteflinu á útivelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir með huggulegu marki í fyrri hálfleik en Cavani jafnaði með skoti úr teignum í þeim seinni og þar við sat.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.