Ralf Rangnick knattspyrnustjóri Manchester United var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Newcastle í kvöld en þeir náðu naumlega jafntefli gegn næstneðsta liði ensku úrvalsdeildarinnar, 1:1.
Hann sagði að margt hefði vantað hjá liði United en viðtalið í heild sinni má sjá á myndskeiðinu.
„Við erum að reyna að verða betri í því að stjórna leikjunum en við stjórnuðum alls ekki leiknum í kvöld.
Til að vinna leik gegn Newcastle á þessum velli þarf að spila af krafti, og við spilum ekki af neinum krafti í kvöld.
Það góða við leikinn er að við náðum í stig en heildarframmistaðan þarf að vera mun betri,“ sagði Rangnick.
Leikur liðanna var sýndur beint á Símanum Sport.