Nýtt met var sett í dag þegar tilkynnt var að 103 kórónuveirusmit hefðu greinst hjá félögunum tuttugu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á einni viku.
Um er að ræða smit bæði hjá leikmönnum og starfsliði félaganna en fyrra metið sem var sett fyrir viku síðan var 90 manns. Alls voru 15.186 próf tekin í vikunni 20. til 26. desember en úrvalsdeildarfélögin eru skyldug til að skima leikmenn og starfsfólk sitt daglega.
Þegar hefur fimmtán leikjum í deildinni verið frestað í þessum mánuði vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.