Sögulegur fjöldi marka í net Newcastle

Edinson Cavani fagnar eftir að hafa jafnaði fyrir Manchester United …
Edinson Cavani fagnar eftir að hafa jafnaði fyrir Manchester United í kvöld og skorað 80. markið sem Newcastle fær á sig á þessu ári í deildinni. AFP

Newcastle United náði í kvöld lítt eftirsóttu takmarki þegar liðið fékk á sig jöfnunarmark frá Edinson Cavani í leiknum við Manchester United á St. James' Park.

Newcastle er þar með fyrsta liðið frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992 sem fær á sig 80 mörk í deildinni á einu almanaksári, frá 1. janúar til 31. desember. Liðið hefur nú fengið á sig 42 mörk á þessu tímabili og fékk á sig 38 mörk frá ársbyrjun til loka síðasta tímabils.

Liðin eru 36 ár síðan lið í efstu deild á Englandi fékk á sig fleiri mörk á almanaksári. Það var árið 1985 þegar West Bromwich Albion fékk á sig 87 mörk í gömlu 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert