United endurheimtir tvo miðverði

Raphael Varane er orðinn leikfær á ný.
Raphael Varane er orðinn leikfær á ný. AFP

Bæði Raphael Varane og Victor Lindelöf eru klárir í slaginn og geta því tekið þátt í leik Manchester United gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Varane hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri og hefur af þeim sökum verið frá um tæplega tveggja mánaða skeið. Hann hefur nú jafnað sig. 

Lindelöf var tekinn af velli í leik Man. United gegn Norwich City hinn 11. desember síðastliðinn vegna öndunarörðugleika en eftir að hafa verið rannsakaður í bak og fyrir af læknateymi félagsins hefur hann fengið grænt ljós til þess að spila á ný.

Í tilkynningu frá Man. United segir að öndunarörðugleikarnir hafi ekki tengst kórónuveirunni með neinum hætti.

Leikur Newcastle og Man. United hefst klukkan 20 og verður sýndur í beinni útsendingu á Símanum Sport. Hann verður auk þess í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert