Kasper Schmeichel, danski landsliðsmarkvörðurinn, varði vítaspyrnu frá Mohamed Salah snemma í leik Leicester og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en flautað var til leiks á King Power-leikvanginum klukkan 20.
Liverpool fékk vítaspyrnu strax á 14. mínútu þegar Wilfried Ndidi felldi Mohamed Salah. Að vanda fór Salah sjálfur á vítapunktinn, enda búinn að skora úr fimmtán vítaspyrnum í röð í úrvalsdeildinni frá því honum brást bogalistin í leik gegn Huddersfield í október árið 2017.
En Schmechel varði og Salah sem fylgdi á eftir skallaði boltann í þverslána og út!
Staðan er 0:0 þegar þetta er skrifað.