Ekki meira með Chelsea á tímabilinu?

Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Burnley í nóvember.
Ben Chilwell í leik með Chelsea gegn Burnley í nóvember. AFP

Útlit er fyrir að Ben Chilwell, vinstri bakvörður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu, spili ekki meira á þessu tímabili.

Chilwell meiddist í 4:0-sigri Chelsea á Juventus í Meistaradeild Evrópu 23. nóvember. Krossband í hné skaddaðist en vonir stóðu til að bakvörðurinn myndi sleppa við uppskurð og kæmist aftur inn á völlinn eftir nokkrar vikur.

Það gekk ekki eftir, Chilwell þarf að fara í uppskurð til að láta laga krossbandið og þar með eru horfurnar á að hann spili meira í vetur ekki góðar.

Marcos Alonso er eini vinstri bakvörðurinn sem þá er í hópi Chelsea en Sky Sports telur líklegt að félagið reyni að kaupa franska landsliðsbakvörðinn Lucas Digne af Everton. Hann er fallinn í ónáð hjá Rafael Benítez og er á leið frá Everton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert