Gaf Tuchel tækifæri

Ralf Rangnick og Thomas Tuchel þekkjast vel.
Ralf Rangnick og Thomas Tuchel þekkjast vel. AFP

Þrjú af þekktustu liðunum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu leggja traust sitt á þýska knattspyrnustjóra um þessar mundir.

Jürgen Klopp gerði Liverpool að meisturum, nokkuð sem engum hafði tekist í þrjá áratugi, og ferskir vindar virðast blása hjá Chelsea með tilkomu Thomasar Tuchels. Manchester United reri nýlega á sömu mið og réð Ralf Rangnick. Hans virðist bíða það verkefni að fara í stefnumótun hjá félaginu þótt hann sé alla vega fyrst um sinn knattspyrnustjóri þess.

Rangnick er nokkru eldri en Tuchel og Klopp. Hann fæddist 1958 og er því 63 ára gamall. Tuchel er hins vegar fæddur 1973 og Klopp 1967. Bæði Tuchel og Klopp höfðu kynnst Rangnick áður en þeir urðu sjálfir þekktir knattspyrnustjórar.

Rangnick og Tuchel þekkjast vel því Rangnick var eins konar fyrirmynd fyrir Tuchel þegar núverandi stjóri Chelsea var að færa sig yfir í þjálfun. Rangnick útvegaði Tuchel starf hjá um aldamótin hjá VfB Stuttgart, liði sem Íslendingar fylgdust vel með á árum áður. Rangnick stýrði þá aðalliði Stuttgart og fékk Tuchel til að stýra U15 ára liðinu en einnig mun Tuchel hafa verið með unga leikmenn á aukaæfingum. Þar hafa til dæmis verið nefndir til sögunnar Mario Gómez og Holger Badstuber.

Kynntust hjá Ulm

Rangnick er fæddur og uppalinn í Backnang sem er um 30 kílómetra norðaustur af Stuttgart. Klopp fæddist í Stuttgart en ólst upp annars staðar í Baden-Württemberg-héraðinu. Tuchel ólst hins vegar upp í Krumbach í Bæjaralandi og var sem ungur leikmaður hjá Augsburg, liði Alfreðs Finnbogasonar. Hann lék hins vegar aldrei með aðalliði félagsins.

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert