Goðsögn Arsenal tjáir sig um Rúnar

Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að festa sig í sessi …
Rúnar Alex Rúnarsson náði ekki að festa sig í sessi hjá Arsenal. AFP

David Seaman, fyrrverandi markvörður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ekki trú á að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson komi til með að spila annan leik með liðinu.

Rúnar er að láni hjá Leuven í Belgíu frá Arsenal, en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá enska stórliðinu. Er hann á eftir Aaron Ramsdale og Bernd Leno í goggunarröðinni hjá Mikel Arteta.

„Ég held að hann muni ekki spila fyrir Arsenal aftur. Rúnar átti erfitt uppdráttar með Arsenal og Ramsdale hefur staðið sig virkilega vel,“ sagði Seaman í hlaðvarpsþætti sínum.

Seaman lék á sínum tíma 405 leiki með Arsenal og 75 landsleiki fyrir England. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert