Tveir lykilmanna enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk og brasilíski varnartengiliðurinn Fabinho, eru lausir úr einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni og fara beint í byrjunarliðið í leiknum gegn Leicester í kvöld.
Viðureign liðanna hefst á King Power-leikvanginum klukkan 20 og Leicester verður líka með sterkara lið en í síðasta leik þegar liðið tapaði 6:3 fyrir Manchester City. Jamie Vardy, Wilfried Ndidi, Hamza Choudhury, Boubakary Soumare og Timothy Castagne koma allir inn í byrjunarliðið hjá Brendan Rodgers á nýjan leik.