Leikmaður Arsenal komið mest á óvart

Þeir Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson gerðu upp fyrri hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni með Tómasi Þór Þórðarsyni í Vellinum á Símanum sport.

Að mati Bjarna hefur Takehiro Tomiyasu, japanskur bakvörður Arsenal, komið allra mest á óvart í deildinni. Gylfi var hins vegar þeirrar skoðunar að Emmanuel Dennis, framherji Watford, hefði komið mest á óvart.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert