Kasper Schmeichel og Ademola Lookman voru hetjur Leicester er liðið vann 1:0-heimasigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Schmeichel varði víti frá Mo Salah í fyrri hálfleik og varði auk þess nokkrum sinnum mjög vel. Þá skoraði Lookman sigurmarkið örfáum mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.