Á Selhurst Park í Suður-London var stuð og stemning í dag þegar heimamenn í Crystal Palace afgreiddu Norwich í fyrri hálfleik í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Odsonne Édouard skoraði fyrst úr vítaspyrnu og lagði síðan upp mörk fyrir Jean-Phillippe Mateta og Jeffrey Schlupp áður en fyrri hálfleikur var úti.
Þar við sat, lokatölur 3:0 og Palace komið í efri hluta deildarinnar en tilþrifin má sjá í myndskeiðinu.