Tilþrifin: Veisla hjá West Ham í Watford

West Ham fór í stutt ferðalag til Watford í dag og skoraði þar fjögur mörk í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Glæsilegt mark sem Emmanuel Dennis skoraði fyrir Watford í byrjun leiks dugði skammt fyrir heimamenn og stúkan á Vicarage Road var farin að tæmast áður en Nikola Vlasic innsiglaði sigurinn með fjórða markinu í uppbótartíma.

Áður skoruðu Tomás Soucek, Said Benrahma og reynsluboltinn Mark Noble fyrir Hamrana en mörkin og tilþrifin má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert