Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur gengið frá kaupum á Ferrán Torres frá Manchester City. Torres skrifar undir fimm ára samning við Barcelona.
Barcelona greiðir rúmar 46 milljónir punda fyrir Torres, sem er 21 árs sóknarmaður. Hann kom til City frá Valencia á síðasta ári fyrir 20 milljónir punda.
Torres lék 28 deildarleiki með Manchester City og skoraði níu mörk. Þá hefur hann gert 12 mörk í 22 landsleikjum.