Coutinho á leið til Arsenal?

Philippe Coutinho í leik með Barcelona í vetur.
Philippe Coutinho í leik með Barcelona í vetur. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho er nú talinn líklegur til að koma til Arsenal eftir áramótin, í láni frá Barcelona.

Coutinho, sem lék með Liverpool í mörg ár, hefur fengið fá tækifæri með Barcelona og aðeins verið fimm sinnum í byrjunarliði félagsins í spænsku 1. deildinni á tímabilinu.

Daily Mail segir í dag að Coutinho vilji helst fara til Arsenal en nokkur ensk úrvalsdeildarlið hafa verið sögð vilja fá hann í sínar raðir.

Coutinho, sem er 29 ára gamall sóknartengiliður, lék með Liverpool í fimm ár og var þar áður í fimm ár í röðum Inter Mílanó. Barcelona keypti hann af Liverpool fyrir rúmar 100 milljónir punda í ársbyrjun 2018 en lánaði hann síðan til Bayern München tímabilið 2019-20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert