Fyrirliðinn fyrrverandi snýr aftur til Chelsea

John Terry er kominn aftur heim til Chelsea.
John Terry er kominn aftur heim til Chelsea. AFP

John Terry hefur verið ráðinn þjálfari yngri flokka hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Terry, sem er 41 árs gamall, lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum en hann lék með Chelsea frá 1998 til ársins 2017 og var fyrirliði liðsins stærstan hluta ferilsins.

Alls lék hann 713 leiki fyrir félagið þar sem hann skoraði 67 mörk en hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með liðinu, fimm sinnum bikarmeistari, þrívegis deildabikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert