Rodgers hrósaði þjálfara kvennaliðs Chelsea í hástert

Emma Hayes, stjóri Chelsea.
Emma Hayes, stjóri Chelsea. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hrósaði Emmu Hayes, stjóra kvennaliðs Chelsea, í hástert eftir 1:0-sigur Leicester gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í Leicester í gær.

Hayes, sem er 45 ára gömul, hefur stýrt liði Chelsea frá árinu 2012 en liðið hefur fjórum sinnum orðið Englandsmeistari undir hennar stjórn.

Þá hefur liðið þrívegis orðið bikarmeistari undir hennar stjórn og tvívegis deildabikarmeistari.

„Mig langar að nota þetta tækifæri og hrósa Emmu Hayes,“ sagði Rodgers í samtali við Amazon Prime eftir leik gærdagsins.

„Þú hefur gert frábæra hluti með Chelsea og allt sem þú hefur gert hefur hjálpað kvennaboltanum að taka skrefið fram á við.

Ég hef fylgst með þér af hliðarlínunni og þú hefur staðið þig algjörlega frábærlega,“ bætti Rodgers við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert