Icardi á leiðinni á Old Trafford?

Mauro Icardo með boltann í leik með París SG.
Mauro Icardo með boltann í leik með París SG. AFP

Argentínski knattspyrnumaðurinn Mauro Icardi gæti komið til liðs við Manchester United í janúarmánuði til að fylla skarð Edinsons Cavani.

Þetta segir Daily Express í dag en útlit er fyrir að Cavani sé á förum frá United. Icardi, sem er 28 ára framherji, hefur leikið með París SG í Frakklandi í hálft annað ár en hann kom þangað frá Inter Mílanó.

Icardi hefur verið í Evrópu frá 15 ára aldri þegar hann kom til Barcelona en hann hóf meistaraflokksferilinn með Sampdoria á Ítalíu þremur árum síðar. Hann skoraði 111 mörk í 188 leikjum fyrir Inter í ítölsku A-deildinni og hefur skorað 22 mörk í 51 deildarleik með PSG í Frakklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert