Mörkin: Ronaldo í aðalhlutverki

Cristiano Ronaldo átti frábæran leik fyrir Manchester United þegar liðið vann þægilegan 3:1-sigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld.

Ronaldo lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Skotann Scott McTominay sem skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu strax á 8. mínútu.

Ben Mee, fyrirliði Burnley, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 27. mínútu áður en Ronaldo bætti við þriðja markinu af stuttu færi á 35. mínútu.

Leikur Manchester United og Burnley var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert