United sigraði Burnley þægilega

Scott McTominay fagnar marki sínu í kvöld.
Scott McTominay fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Manchester United sigraði Burnley 3:1 á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 

Heimamenn voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og komust yfir strax á áttundu mínútu. Cristiano Ronaldo ætlaði þá að taka við boltanum í teignum eftir sendingu frá Mason Greenwood en virtist leggja hann alveg óvart fyrir Scott McTominay sem kom á ferðinni. Skotinn kláraði mjög vel í fyrstu snertingu í nær hornið. Tæplega 20 mínútum síðar tvöfaldaði svo Jadon Sancho svo forystu United. Hann komst þá inn á teiginn vinstra megin, fór á hægri fótinn og laumaði boltanum niðri í fjærhornið. Skotið hafði smávægilega snertingu af Ben Mee og verður mögulega skráð sem sjálfsmark síðar meir.

Ronaldo skoraði þriðja mark United.
Ronaldo skoraði þriðja mark United. AFP

Þriðja mark United kom svo á 35. mínútu. Sancho lagði boltann þá á McTominay sem hamraði boltanum í átt að marki. Wayne Hennessey markvörður Burnley gerði vel og varði skotið í stöngina en ekki vildi betur til en svo að boltinn datt beint fyrir fætur Cristiano Ronaldo sem skoraði eitt auðveldasta mark ferils síns í opið mark frá markteigslínu. Einungis þremur mínútum síðar minnkuðu gestirnir þó muninn þvert gegn gangi leiksins. Eric Bailly átti þá slaka hreinsun beint á Aaron Lennon sem fékk að hlaupa með boltann alveg óáreittur inn á teig United og klára í hornið. Frábærlega gert en varnarleikurinn vægast sagt skrýtinn. Staðan í hálfleik var því 3:1, heimamönnum í vil.

Aaron Lennon minnkar muninn.
Aaron Lennon minnkar muninn. AFP

Seinni hálfleikurinn var mjög langt frá því að vera jafn þeim fyrri hvað skemmtanagildi varðar. Lítið sem ekkert markvert gerðist og heimamenn sigldu þægilegum 3:1 sigri heim án mikillar mótspyrnu.

Með sigrinum fer United upp að hlið West Ham í fimmta sæti deildarinnar. Burnley sitja áfram í 18. sæti og þurfa að fara að ná í fleiri stig ætli þeir sér ekki að falla í vor.



Man. Utd 3:1 Burnley opna loka
90. mín. Cristiano Ronaldo (Man. Utd) á skot framhjá Kemst í ágætis fyrirgjafastöðu og reynir að finna Cavani, en sendingin fer af varnarmanni og aftur á Ronaldo. Þá tekur hann boltann í fyrsta á lofti og reynir skot úr mjög þröngri stöðu, en það fer framhjá nærstönginni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert