Knattspyrnumennirnir Liam Cooper og Kalvin Phillips verða frá keppni vegna meiðsla þar til í mars. Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri þeirra hjá Leeds, staðfesti á blaðamannafundi í dag.
Cooper og Phillips meiddust báðir í 2:2-jafntefli Leeds og Brentford 5. desember en þeir eru lykilmenn hjá liðinu. Cooper er fyrirliði Leeds og Phillips er fastamaður í enska landsliðinu.
Jamie Shackleton, Charlie Cresswell, Rodrigo og Pascal Struijk eru einnig frá keppni vegna meiðsla en þeir Junior Firpo, Diego Llorente, Robin Koch og Dan James eru klárir í slaginn eftir að hafa hrist af sér meiðsli. Patrick Bamford er hinsvegar tæpur fyrir leikinn gegn Burnley á laugardag.
Tímabilið hefur verið erfitt hjá Leeds en liðið er í 16. sæti með 16 stig eftir 18 leiki.