Frestað á nýársdag

Leicester City fá ekki að spila á morgun þar sem …
Leicester City fá ekki að spila á morgun þar sem Norwich City nær ekki í lið. AFP

Leik Leicester City og Norwich City sem fara átti fram í ensku úrvalsdeildinni á morgun, nýársdag, hefur verið frestað að beiðni síðarnefnda liðsins.

Líkt og að undanförnu í deildinni er ástæðan fyrir frestuninni sú að Norwich nær ekki í lið vegna kórónuveirusmita og meiðsla innan leikmannahópsins.

Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar skal leikur fara fram ef 13 útispilarar og einn markvörður eru leikfærir á leikdag.

Forsvarsmenn deildarinnar féllust hins vegar á að það var ekki raunin hjá Norwich og leiknum því frestað.

Þetta er annar leikurinn hjá Norwich, sem situr á botni úrvalsdeildarinnar, sem er frestað vegna smita og meiðsla, en sá þriðji hjá Leicester.

Alls var 16 leikjum í deildinni frestað í desember og er viðureign Leicester og Norwich sú fyrsta sem er frestað í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert