Bruno Lange, knattspyrnustjóri Wolves á Englandi, vill fá þrjá nýja leikmenn þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í janúar.
Lange greindi frá á blaðamannafundi í dag að hann vill miðvörð, kantmann og framherja í janúar. Að bæta við miðverði er í forgangi hjá Lange en vegna meiðsla eru aðeins þrír miðverðir til taks fyrir Portúgalann.
„Ég bið fyrir að það meiðist enginn á æfingu því við spilum með þrjá miðverði og við erum einmitt aðeins með þrjá miðverði klára. Við þurfum annan miðvörð,“ sagði Lange á blaðamannafundi í dag.
Wolves hefur aðeins skorað 13 mörk í deildinni í vetur, næstfæst allra, og vill Lange bæta sóknarleikinn eftir áramót. „Það væri gott að fá annan kantmann og annan framherja, svo við höfum fleiri valmöguleika,“ sagði Portúgalinn.