Everton styrkir sig á fyrsta degi ársins

Vitaliy Mykolenko er orðinn leikmaður Everton.
Vitaliy Mykolenko er orðinn leikmaður Everton. Ljósmynd/Everton

Enska knattspyrnufélagið Everton gekk í dag frá kaupum á Vitaliy Mykolenko frá Dynamo Kíev. Mykolenko skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning við Everton en hann er 22 ára vinstri bakvörður frá Úkraínu.

Mykolenko á að leysa Lucas Digne af hólmi en Frakkinn hefur ekki leikið með Everton að undanförnu og er á förum frá félaginu. Kaupverðið á Mykolenko er um 18 milljónir punda. 

Bakvörðurinn lék með Úkraínu á EM síðasta sumar og fór með landsliði þjóðar sinnar í átta liða úrslit þar sem það tapaði að lokum fyrir Englandi. Þá varð hann úkraínskur meistari með Dynamo á síðustu leiktíð og lék í Meistaradeild Evrópu með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert