Klopp með veiruna

Jürgen Klopp er með kórónuveiruna.
Jürgen Klopp er með kórónuveiruna. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verður ekki á hliðarlínunni er liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun þar sem hann hefur greinst með kórónuveiruna.

Enska félagið staðfesti tíðindin í dag en veiran hefur farið nokkuð illa með leikmannahóp Liverpool og leikmenn eins og Virgil van Dijk, Fabinho og Thiago greinst á síðustu vikum.

Samkvæmt heimasíðu Liverpool hafa ekki fleiri leikmenn liðsins greinst með veiruna en þrír starfsmenn smitast, þar á meðal Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert