Sigurmark Tottenham kom í uppbótartíma

Davinson Sánchez skorar sigurmarkið.
Davinson Sánchez skorar sigurmarkið. AFP

Tottenham vann nauman 1:0-sigur á Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tottenham fór með sigrinum upp í 33 stig og upp í fimmta sæti en Watford er í 17. sæti með 13 stig.

Tottenham var sterkari aðilinn stærstan hluta leiks og var sigurinn verðskuldaður. Stuttu fyrir markið átti Watford hins vegar að fá vítaspyrnu þegar Hugo Lloris í marki Tottenham tók Brasilíumanninn Joao Pedro niður innan teigs en ekkert var dæmt.

Þess í stað skoraði Davinson Sánchez sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartímans með skalla af stuttu færi eftir sendingu frá Heung-Min Son og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert