Jafnt í stórleiknum eftir magnaðan fyrri hálfleik

Christian Pulisic jafnar í 2:2.
Christian Pulisic jafnar í 2:2. AFP

Chelsea og Liverpool skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Úrslitin koma sér best fyrir Manchester City sem er með tíu stiga forskot á toppnum. 

Liverpool byrjaði af gríðarlegum krafti og Sadio Mané skoraði fyrsta markið á 9. mínútu er hann nýtti sér slæm mistök hjá Trevorh Chabolah í vörn Chelsea.

Egyptinn Mo Salah bætti við öðru marki á 26. mínútu. Salah slapp þá inn fyrir vörn Chelsea eftir sendingu frá Trent Alexander-Arnold og skoraði með góðu skoti á nærstöngina.

Chelsea neitaði hinsvegar að gefast upp og Mateo Kovacic minnkaði muninn með stórkostlegu marki á 42. mínútu. Króatinn smellti boltanum í stöng og inn, viðstöðulaust á lofti.

Það átti eftir að gefa Chelsea aukinn kraft því Christian Pulisic jafnaði á lokamínútu fyrri hálfleiks er hann kláraði virkilega vel eftir sendingu frá N‘Golo Kanté og var staðan í leikhléi því 2:2 í stórskemmtilegum leik.

Seinni hálfleikurinn var töluvert rólegri og gekk liðunum illa að skapa sér almennileg færi. Chelsea var töluvert meira með boltann en vörn Liverpool stóð vel og skiptu liðin því með sér stigunum. 

Chelsea 2:2 Liverpool opna loka
90. mín. Liverpool fær hornspyrnu Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma og Tsimikas nær í horn. Fáum við dramatískt sigurmark?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert