Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley er liðið heimsækir Leeds á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 14.
Leikurinn er afar mikilvægur í fallbaráttunni því Leeds er í 16. sæti með 16 stig og Burnley í 18. sæti með 11 stig. Burnley fer upp úr fallsæti með sigri á meðan Leeds getur fjarlægst neðstu sætin með sigri.
Jóhann á góðar minningar af Elland Road því hann skoraði eitt og lagði upp annað fyrir Charlton í 2:1-sigri á Leeds í B-deildinni 30. apríl árið 2016.