Knattspyrnumaðurinn Sam McQueen hefur lagt skóna á hilluna vegna meiðsla en hann er aðeins 26 ára.
McQueen sleit krossband í hné í október 2018 og hefur ekki getað leikið fótbolta síðan. Hann ákvað því að láta gott heita, eftir fjölmarga árangurslausa uppskurði.
Leikmaðurinn kom í gegnum unglingastarfið hjá Southampton og lék 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni og þá lék hann einnig í Evrópudeildinni með liðinu. MqQueen lék einnig með yngri landsliðum Englands.