Þrír lykilmenn Liverpool með veiruna

Alisson verður ekki í marki Liverpool í dag.
Alisson verður ekki í marki Liverpool í dag. AFP

Liverpool leikur án þeirra Alisson Becker, Roberto Firmino og Joel Matip er liðið heimsækir Chelsea í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta klukkan 16:30 þar sem þeir hafa greinst með kórónuveiruna.

Veiran hefur farið illa með leikmannahóp Liverpool því þeir Virgil van Dijk, Fabinho og Thiago smituðust einnig í kringum hátíðarnar. Þá verður Jürgen Klopp ekki á hliðarlínunni þar sem hann greindist með veiruna á dögunum.

Chelsea er í öðru sæti deildarinnar með 42 stig og Liverpool sæti neðar með 41 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert