Tilþrifin: Danski bakvörðurinn hetja nýliðanna

Hægri vængbakvörðurinn Mads Roerslev skoraði sigurmark nýliða Brentford þegar liðið vann dramatískan sigur á Aston Villa á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í dag.

Danny Ings kom Villa yfir með laglegri afgreiðslu áður en Roerslev gaf á Yoane Wissa, sem skoraði með glæsilegu skoti rétt fyrir utan teig og jafnaði þannig metin fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé.

Roerslev fékk svo gott færi í vítateignum þegar sjö mínútur voru eftir, Emi Martínez í marki Villa varði skotið en Roerslev náði frákastinu og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið með góðu vinstrifótarskoti.

Þetta reyndist sigurmarkið og má sjá öll mörkin þrjú sem voru skoruð í leiknum ásamt helstu færunum í honum í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert