Fyrsta tap Rangnicks kom gegn Úlfunum

Joao Moutinho fagnar sigurmarki sínu.
Joao Moutinho fagnar sigurmarki sínu. AFP

Manchester United tapaði í kvöld sínum fyrsta leik undir stjórn Þjóðverjans Ralfs Rangnicks er liðið mátti þola 0:1-tap fyrir Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Portúgalinn Joao Moutinho skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok. 

Gestirnir í Wolves voru töluvert betri í fyrri hálfleik og sóttu nánast allan hálfleikinn. Þó gekk illa að skapa virkilega gott færi og þurfti David De Gea ekki oft að taka á honum stóra sínum. Hann varði þó einu sinni stórglæsilega frá Rúben Neves er Portúgalinn átti glæsilegt skot af löngu færi.

Hinum megin skapaði United sér lítið sem ekki neitt og José Sá í marki Úlfanna hafði lítið að gera. Staðan í leikhléi var því markalaus.

United lék mun betur í seinni hálfleik og innkoma Bruno Fernandes hafði jákvæð áhrif á sóknarleik heimamanna. Fernandes fékk úrvalsfæri til að koma heimamönnum yfir á 67. mínútu en hann skaut í slánna af stuttu færi.

Roman Saiss geðri slíkt hið sama beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu en staðan var áfram markalaus. Hún var þó aðeins markalaus í sjö mínútur í viðbót því Joao Moutinho skoraði á 82. mínútu.

Adama Traoré átti þá fyrirgjöf og Phil Jones skallaði boltann frá, beint á Moutinho sem skoraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs. Bruno Fernandes fékk besta tækifæri United til að jafna er hann tók aukaspyrnu rétt utan teigs en José Sá varði virkilega vel og tryggði Úlfunum stigin þrjú. 

Man. Utd 0:1 Wolves opna loka
90. mín. Wolves vinnur aukaspyrnu á hægri kantinum og Ronaldo lætur dómarann aðeins heyra það. Tíminn er að renna út fyrir United.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert