Sverðin slíðruð á Stamford Bridge

Romelu Lukaku og Thomas Tuchel.
Romelu Lukaku og Thomas Tuchel. AFP

Romelu Lukaku hefur viðurkennt að hann hafi gert mistök og kveðst ekki ætla að yfirgefa Chelsea á þessu ári eins og útlit virtist fyrir eftir ummæli hans í viðtali við Sky Italy sem birt var rétt fyrir áramótin.

Sky Sports segir að eftir fundahöld Lukakus og Thomas Tuchels, knattspyrnustjóra Chelsea, í dag hafi sverðin verið slíðruð. Lukaku hafi viðurkennt að hann hefði ekki átt að láta í ljós í umræddu viðtali að hann vildi helst komast aftur til Inter Mílanó.

Hann ætli að leggja allt sitt að mörkum til að koma Chelsea betur inn í baráttuna um enska meistaratitilinn á næstu mánuðum, sala frá félaginu hafi ekki verið rædd og hann muni hvorki fara frá Chelsea nú í janúarmánuði eða næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert